Færsluflokkur: Bloggar

Að vera meðlimur í PETA ofl.

Mig langar mjög mikið til að vera meðlimur i PETA samtökunum. Ég held samt að ég þurfi að borga eitthvað til að gerast meðlimur. Núna er krónan svo veik, gengið svo hátt að það er dýrt fyrir mig að gera þetta núna. Samt er eg svo reið og langar að láta fólk vita hvað það fer mikið í mig að sjá fólk ekki hugsa um dýrin sín. Einsog með hestanna, núna eru um 18 hestar dauðir, örugglega af þvi að eigandinn hugsaði ekki nógu vel um dýrin sín.

 


Hvernig er nám dýralæknis?

Veit einhver hvernig það er að læra út í Þýskalandi ?

Mig langar að fara út til Þýskalands að læra. Getur einhver sagt mér hvernig það er að læra þar og hvað þetta nám tekur langan tíma.

Mig vantar líka að vita hvort ég þurfi að taka eitthvað nám eða vera búin að læra eitthvað áður en ég læri dýralækninn.


Þetta er það sem fer virkilega í mig

Ég kom heim úr vinnunni, kveikti á sjónvarpinu, sá þar mynd á stöð 2 sem hét Civil brand. Eftir stutta stund fór hjartað að slá hraðar og ég var reið. Þessi mynd var um svartar konur í fangelsi. Þær voru misnotaðar, barðar, enginn hlustaði á þær og engan vegin virtar.   Misnotkun á dýrum. Það er eitt af því sem ég þooli ekki. Að horfa uppá það að sjá fólk kvelja dýr, sparka í það, lemja, gefa því ekki að borða. Hvað er í gangi, afhverju er fólk að fá sér dýr ef það getur ekki hugsað um þau??? Dýr hafa tilfinningar og þau hugsa, finna til og gráta inni sér. Ég þoli bara ekki þessa fáranlegu misnotkun í dag.  Þessi stjórn okkar. Hvað er málið???Hvað gengur á ?Ríkistjórnin er gjörsamlega búin að skíta á sig. Það virðist ekkert ganga upp hjá þeim og engin með heila á við manneskju.  Ég var t.d. ekki sátt með lánið hjá alþjóðagjaldeyrissjóðnum, hækka stýrivextina um 6%, það setur nánast öll fyrirtæki á hausinn. Margir eiga erfitt með að borga lánin. Lánið á bílnum mínum er búið að hækka um 200 þús og hann er verðlaus.   Hvað með Evrópusambandið, eru allir sáttir með að ganga í það ? Ég vil ekki að Ísland gangi í Evrópusambandið. Hvar er lýðræðið? Hvenar eigum við að fá að kjósa? Er kannski engin kosningarréttur lengur ? Kann engin að mótmæla nú til dags, það þýðir ekki að koma saman og ætla syngja, eða standa í hring og brenna fána, þetta þarf að vera rótækara. RÓTÆKARA...það sem ég sjálf get gert er þó eitt, og hef ég ákveðið að í framtíðinni ætla ég að berjast gegn misnotkun á dýrum. Ég ætla að sjá til þess að þau fái rétta meðhöndlun og ekki sé farið illa með þau. Vona að aðrir sjái um hitt.  Takk fyrir mig.. !!

Afhverju gerir engin neitt???

Afhverju gerir enginn neitt, það eru allir að kvarta og kveina. Margir hverjir á móti stjórninni í dag. Ég er orðin hundleið á því að lesa í Mogganum og Fréttablaðinu hvað stjórnin er að skíta á sig. Afhverju gerir þessi ekki neitt í málunum, nú er ég ekki að tala um neinn sérstakan.

Alþjóðaviðskiptabankinn, afhverju verður ekki kosning um það hvort við sækjum um, og hvort við sækjum um í ESB. Eru allir á þeirru skoðun að það sé rétta leiðin?

Það eru allir að skíta á sig í peningamálum, ég á ekki einu sinni pening fyrir klósettpappír.. !

Staðan í dag !!! Eigum við að samþykkja hana. Ég kæri mig ekki um það að engin taki ábyrð í þessu máli. Þetta er ekki svona erlends, þar taka menn ábyrð og segja sig úr embættum ef að þeir gegna svoleiðis starfi.

Það sem fer bara svo hroðalega í taugarnar á mér er að hvað við erum öll þjóðin sár og reið og hundfúl út í stöðuna í dag en afhverju mótmælum við ekki ?? Afhverju kann engin að mótmæla almennilega.

Það var rifjað upp fyrir mér í dag, það var kona sem mótmælti aðgerðum hjá Gullfossi, hún hótaði hrienlega að fyrirfara sér ef framkvæmdir hefðu byrjað. Þær byrjuðu ekki. Það vantar fleira svona fólk, ekki að ég sé að styðja það að fyrirfara sér, !! alls ekki !! ég er hreinlega að segja, við þurfum fólk sem kann að koma sér á framfæri og segja sitt álit.

Við höfum þetta öll í okkur, hver ætlar að láta heira í sér, það er ekki nóg að skipuleggja einhver mótmæli einsog að syngja saman og vera með hljómsveit, þetta þurfa að vera rótækar aðferðir !

Ég er bara orðin hundfúl útí aðstæður hér á landi og ég vil sjá reiðina í okkur íslendinum og því fólki sem býr hér.

Svo þýðir hreinlega ekki fyrir mig að blogga bara og setja reiðina í skrif, ég held ég þurfi sjálf að gera eitthvað til að koma reiðinni til skila út í samfélagið. því það er ekki bara ég sem tjáir sig í blogginu í dag.

 

Jæja gott fólk, nú gerum við eitthvað í málunum !!!


Skyldusparnaður og ríkistjórn í dag

Þessi pistill var sendur á skodun@ruv.is . Sendandi var, Páll Stefán Erlendsson 

Komiði sæl.

Eftir allt sem á undan hefur gengið, varðandi gjaldþrot Íslands, þá er eitt atriði sem enginn hefur minnst á í umræðunni, skyldusparnaður. Það er verið að tala um að komandi kynslóð, eða jafnvel kynslóðir, þurfi að borga brúsann í formi skatta eða álíka formi. Af hverju er ekki tekið upp þetta gamla form, skyldusparnaður? Það ætti að létta undir "næstu" kynslóð, td varðandi íbúðarkaup. Ég er 34 ára gamall og byrjaði að vinna 16 ára og þá var dreginn af mér skyldusparnaður. Síðustu ár hef ég eiginlega bölvað því að þetta form hafi verið tekið af og finnst bara ótrúlegt að maður eins og Steingrímur J. hafi ekki einu sinni viðrað þessa hugmynd uppá síðkastið. Foreldrar mínir byggðu 230fm hús fyrir skyldusparnaðinn sinn á sínum tíma!...sparimerki hét það þá reyndar. Hversu slæmt getur það verið? Skyldusparnaður er hugmynd sem getur bara verið góð eins og staðan er í dag. 

Svo er nú margt annað sem er vægast sagt útúr korti í þessu "lýðveldi" okkar. Ef Geir H. væri þjálfari fótboltaliðsins Ísland (ráðherrar væru leikmennirnir), þá væri búið að krefjast þess að hann segði af sér eða hann væri einfaldlega rekinn fyrir lélega framistöðu liðsins og stokkað væri upp í leikmannahópnum, s.s. leikmenn látnir fara frá félaginu. Þetta er ekki flókið í boltanum. Hvernig stendur á því að þessi ríkisstjórn er enn við völd? Allir vita hver tók fyrstu skóflustungu að jarðarför Íslands. Það var kóngurinn sjálfur Davíð Oddsson. Það er alveg merkilegt að engum skuli detta í hug að draga hann, ásamt Halldóri Ásgrímssyni, fyrir dómsstóla og dæma þá samkvæmt hryðjuverkalögum í Bretlandi! Það væri réttast. En að þessi ríkisstjórn skuli svo halda áfram þeirri stefnu sem var í gangi meðan Framsókn var í stjórn með Flokknum, er til háborinnar skammar. Það er ekki hlustað á nein rök frá ótal hagfræðingum, prófesorum og prófesorum í ótal hagfræðum. Eigum við að láta líffræðing, flugfreyju og dýralækni ákveða örlög landsins? Ekki skánar það þegar lögfræðimenntaður Seðlabankastjóri, sem virðist vera með greindarvísitölu á við bilaða brauðrist og óraunhæft vit á peningum, stjórnar öllu úr fílabeinsturni sínum og segir að allir séu vitlausir nema hann. Hvað þarf eiginlega að gerast svo menn taki ábyrgð á því sem þeir gera vitlaust? Ef ég kem tíu sinnum í vinnuna klukkan 9 en á að mæta 8 þá er ég rekinn! Þá þarf ég að bera ábyrgð á því að koma mér ekki í vinnuna á réttum tíma, og ábyrgðin fellst í því......... að ég missi vinnuna. Það kemur bara einhver annar og mætir á réttum tíma í vinnuna. Mig langar að vita hversu langt menn geta gengið í eins alvarlegum málum og við erum að horfa uppá þessa dagana. Hvar er línan? Er kannski engin lína og menn geta, eins og Davíð Oddsson, bara drullað yfir heila þjóð af því að það þóknast þeim ekki að fara eftir ráðum annara? Það er öllu kennt um, nema að sjálfsögðu íslenskum stjórnvöldum. Hvernig gat Fjármálaeftirlitið leyft þessu að ganga svona langt? Tólfföld þjóðarframleiðsla! Ég veit fyrir víst að þetta er langt frá því að vera mér að kenna þó ég skuldi 200 þúsund í yfirdráttarheimild.  

Ég horfi alltaf á Kastljós ef ég hef tök á því. Mér finnst frábært að sjá Helga Seljan og Sigmar þjarma að fólki til að fá svör sem flestir skilja. Ekki einhverja hringavitleysu eins og eftirlaunafrumvarp þingmanna ætlar að vera á alþingi. En eins og þessi þröngi hópur manna og kvenna í ríkisstjórn Íslands er búinn að fara með þjóð sína, finnst mér í góðu lagi að láta þau svara núna almennilega fyrir það sem þau hafa gert. Það er ekki hægt að kenna Jóni Ásgeir, Björgólfi eða hvað þessir kallar heita allir, um allt sem farið hefur til andskotans. Þeir fengu leyfi frá fyrri ríkisstjórn, sem og þessari sem situr nú, til að spreða peningum eins og þeir vildu. Ég veit fyrir víst að ef ég hefði fengið Landsbanka Íslands í skiptum fyrir hálfétið epli, útrunnið Prins Póló og opna kók í gleri, þá er alveg pottþétt að ég hefði gert nákvæmlega það sem þeir gerðu. Búið til feita gjaldskrá með allskonar skúffugjöldum og rugli til að kaupa mér einkaþotu og fullt af drasli sem kostar haug af peningum. Þá langaði að eyða heilum haug af peningum, og hvar getur maður fengið haug af peningum.....nú auðvitað með því að kaupa banka!..... í landi þar sem núverandi seðlabankastjóri, sem heldur úti okurvöxtum og hjálpaði nýju bankaeigendunum að græða ekki bara helling heldur haug af peningum með vaxtastefnu sinni, var aðalmaðurinn í að selja alla banka og einkavæða alla skapaða hluti. Þeir vissu alveg að það kæmist enginn erlendur banki til að fara í samkeppni við þá, þar sem það voru bara þrír bankar sem áttu bankakerfið á Íslandi og engum öðrum var boðið í íslenska bankapartýið. Simbabwe hvað!! Lýðræði hvað?!! Íslendingar eru búnir að vera þrælar Davíðs alltof lengi. 

Kastljósfólk! spyrjið um skyldusparnaðinn og fáið svör!.... og rannsakið hvað lýðræðislega kosnar ríkisstjórnir, eða seðlabankastjórar geta gengið langt í að ganga frá þegnum sínum án þess að þurfa taka ábyrgð eða bara svara fyrir það yfir yfirleitt. Samkvæmt mínum kokkabókum hlýtur það að vera fyrst og fremst ríkisstjórnin. Yfirmaður Íslands ber ábyrgð á því hvernig komið er fyrir Íslandi. Voru ekki Páll Magnússon og Þórhallur Gunnarsson dregnir fyrir Blaðamannafélagið eða álíka nefnd, þar sem þeir þurftu að verjast ásökunum Jónínu Bjartmars gagnvart Helga Seljan, af því að þeir eru yfirmenn hans? Núna er staðan mun alvarlegri.....og á þá að kenna skúringakonunni í forsætisráðuneytinu um allt saman? Hvað með Árna dýralækni? Eða fermingardrenginn hann Björgvin viðskiptaráðherra? Af hverju buðu þessir menn kreppuna velkomna til Íslands? Af hverju var ekki tekið í taumana fyrir löngu síðan? Eru þeir kannski ekki starfi sínu vaxnir?   Fáum utanaðkomandi mann í Seðlabankann sem hefur enga hagsmuna að gæta á Íslandi og kann ekki stakt orð í íslensku. Ef það er ekki ástæða núna að kjósa nýja ríkisstjórn, hvenær er það þá? Hvar er sú lína?Þeir sem stjórna núna eru búnir að fá sinn sjéns. Prufum Vinstri Græn eða Frjálslynda til að stjórna, ekki getur það versnað. Fáum óháða, erlenda, hámenntaða, reynslumikla ráðgjafa í ráðuneytin. Fólk með sérhæfingar sem hæfir hverju ráðuneyti fyrir sig. Ég treysti ekki dýralækni, sem þurfti að flytja sig milli landshluta og færa lögheimili sitt í fjárhús á suðurlandi til að ná kjöri, fyrir fjármálum landsins. Tökum upp skyldusparnað.

Takk fyrir.
 Páll Stefán Erlendsson

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband