Afhverju gerir engin neitt???
24.10.2008 | 00:57
Afhverju gerir enginn neitt, það eru allir að kvarta og kveina. Margir hverjir á móti stjórninni í dag. Ég er orðin hundleið á því að lesa í Mogganum og Fréttablaðinu hvað stjórnin er að skíta á sig. Afhverju gerir þessi ekki neitt í málunum, nú er ég ekki að tala um neinn sérstakan.
Alþjóðaviðskiptabankinn, afhverju verður ekki kosning um það hvort við sækjum um, og hvort við sækjum um í ESB. Eru allir á þeirru skoðun að það sé rétta leiðin?
Það eru allir að skíta á sig í peningamálum, ég á ekki einu sinni pening fyrir klósettpappír.. !
Staðan í dag !!! Eigum við að samþykkja hana. Ég kæri mig ekki um það að engin taki ábyrð í þessu máli. Þetta er ekki svona erlends, þar taka menn ábyrð og segja sig úr embættum ef að þeir gegna svoleiðis starfi.
Það sem fer bara svo hroðalega í taugarnar á mér er að hvað við erum öll þjóðin sár og reið og hundfúl út í stöðuna í dag en afhverju mótmælum við ekki ?? Afhverju kann engin að mótmæla almennilega.
Það var rifjað upp fyrir mér í dag, það var kona sem mótmælti aðgerðum hjá Gullfossi, hún hótaði hrienlega að fyrirfara sér ef framkvæmdir hefðu byrjað. Þær byrjuðu ekki. Það vantar fleira svona fólk, ekki að ég sé að styðja það að fyrirfara sér, !! alls ekki !! ég er hreinlega að segja, við þurfum fólk sem kann að koma sér á framfæri og segja sitt álit.
Við höfum þetta öll í okkur, hver ætlar að láta heira í sér, það er ekki nóg að skipuleggja einhver mótmæli einsog að syngja saman og vera með hljómsveit, þetta þurfa að vera rótækar aðferðir !
Ég er bara orðin hundfúl útí aðstæður hér á landi og ég vil sjá reiðina í okkur íslendinum og því fólki sem býr hér.
Svo þýðir hreinlega ekki fyrir mig að blogga bara og setja reiðina í skrif, ég held ég þurfi sjálf að gera eitthvað til að koma reiðinni til skila út í samfélagið. því það er ekki bara ég sem tjáir sig í blogginu í dag.
Jæja gott fólk, nú gerum við eitthvað í málunum !!!
Athugasemdir
Heyr Heyr, eins og talað úr mínum munni!
En það sem er einmitt svo skondið við þessa sjálfsvorkunn íslendinga (sem sum staðar er jú réttlætanleg) er að meðan að einhver er að kvarta yfir t.d afborgunum á einhverri glæsikerru, er td. 24 ára ungur maður í austurlöndum fjær (íslam-landi) dæmdur til 20 ára fangelsisvistar fyrir guðlast..hann spurði sem sagt spurninga sem túlka mátti til kvennréttinda...Æji, bara svona pæling um hversu heppin við erum hér á landi samt sem áður...
Heba Pétursdóttir (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 20:36
sem segir manni bara eitt.....útrýmum íslam.
sterlends, 29.10.2008 kl. 16:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.