Þetta er það sem fer virkilega í mig

Ég kom heim úr vinnunni, kveikti á sjónvarpinu, sá þar mynd á stöð 2 sem hét Civil brand. Eftir stutta stund fór hjartað að slá hraðar og ég var reið. Þessi mynd var um svartar konur í fangelsi. Þær voru misnotaðar, barðar, enginn hlustaði á þær og engan vegin virtar.   Misnotkun á dýrum. Það er eitt af því sem ég þooli ekki. Að horfa uppá það að sjá fólk kvelja dýr, sparka í það, lemja, gefa því ekki að borða. Hvað er í gangi, afhverju er fólk að fá sér dýr ef það getur ekki hugsað um þau??? Dýr hafa tilfinningar og þau hugsa, finna til og gráta inni sér. Ég þoli bara ekki þessa fáranlegu misnotkun í dag.  Þessi stjórn okkar. Hvað er málið???Hvað gengur á ?Ríkistjórnin er gjörsamlega búin að skíta á sig. Það virðist ekkert ganga upp hjá þeim og engin með heila á við manneskju.  Ég var t.d. ekki sátt með lánið hjá alþjóðagjaldeyrissjóðnum, hækka stýrivextina um 6%, það setur nánast öll fyrirtæki á hausinn. Margir eiga erfitt með að borga lánin. Lánið á bílnum mínum er búið að hækka um 200 þús og hann er verðlaus.   Hvað með Evrópusambandið, eru allir sáttir með að ganga í það ? Ég vil ekki að Ísland gangi í Evrópusambandið. Hvar er lýðræðið? Hvenar eigum við að fá að kjósa? Er kannski engin kosningarréttur lengur ? Kann engin að mótmæla nú til dags, það þýðir ekki að koma saman og ætla syngja, eða standa í hring og brenna fána, þetta þarf að vera rótækara. RÓTÆKARA...það sem ég sjálf get gert er þó eitt, og hef ég ákveðið að í framtíðinni ætla ég að berjast gegn misnotkun á dýrum. Ég ætla að sjá til þess að þau fái rétta meðhöndlun og ekki sé farið illa með þau. Vona að aðrir sjái um hitt.  Takk fyrir mig.. !!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband